Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 17:56 Mynd af vef Grindavíkurbæjar af röðinni á Suðurstrandarvegi. Grindavíkurbær Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Bílaröð nær nú frá bílastæðum við Suðurstrandarvegi á leiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum út að fjallinu Þorbirni á Grindavíkurvegi. Grindvíkingar eiga erfitt með að komast heim til sín vegna umferðarteppunnar, að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á Facebook-síðu sinni skömmu fyrir klukkan 18:00 að vegna mikils álags og þess fjölda sem væri á leiðinni að Geldingadölum hefði verið ákveðið að loka tímabundið. Óvíst sé hvort að svæðið verði opnað aftur í dag. Ekki kemur skýrt fram í tilkynningunni hvort ástæða lokunarinnar sé álag á gossvæðinu sjálfu eða umferðarteppan á leiðinni þangað. Mikil aðsókn hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Tugir bíla biðu við lokunarstað björgunarsveita á Suðurstrandarvegi áður en vegurinn var opnaður klukkan 9:00 í morgun. Grindvíkingar komast ekki heim til sín Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að ástandið nú á sjötta tímanum síðdegis sé þannig að bílaröð nái frá bílastæðum við Hraun við Suðurstrandarvegi upp að fjallinu Þorbirni, norðanmegin við bæinn. Röðin kljúfi bæinn nánast í tvennt og erfitt sé að komast á milli bæjarhluta vegna hennar. Hann þrýsti á um að lokað yrði fyrir aðgang að eldstöðinni. Þegar hann ræddi við Vísi um klukkan hálf sex hafði ekki verið lokað fyrir umferð að gosinu. „Þetta finnst mér rugl orðið. Grindvíkingar komast ekki heim til sín,“ segir Bogi. Ekki er lengur hægt að leggja bílum við Suðurstrandarveg og hefur björgunarsveitarfólk vísað fólki á bílastæði við veginn. Bogi segir að það hafi ekki leyst vandamálið. „Það er gott veður, maður skilur alveg fólk. Traffíkin er bara að aukast og röðin er í raun búin að kljúfa Grindavík í tvennt,“ segir hann. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar áður en ákveðið var að loka fyrir umferð sagði að bílaröðin væri nokkurra kílómetra löng og ef fram héldi sem horfði gætu margir farið í fýluferð. Þar var mælt með því að fólk biði af sér mesta álagið og nýtti sér þjónustu í bænum. Fréttin var uppfærð eftir að lögregla lokaði fyrir umferð að Geldingadölum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira