Innlent

Fjar­lægja Spán af lista yfir lönd skil­greind sem á­hættu­svæði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá spænsku höfuðborginni Madríd.
Frá spænsku höfuðborginni Madríd. AP

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í ljósi þess mats ráðuneytisins að skilgreiningin samræmist ekki gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum Íslands vegna COVID-19 þótt gögn skorti um smitstöðu í einu héraði landsins.

„Í 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar segir m.a.: „Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er heimilt að miða allt landið við það svæði þar sem nýgengi er hæst.“

Af texta ákvæðisins má ráða að einungis er heimilt að miða allt landið við eitt svæði sé það dökkrautt, en ekki ef eitt svæði er grátt, enda liggur þá ekki fyrir að þar sé nýgengi hæst. Það er því mat ráðuneytisins að ekki sé heimilt að hafa Spán á listanum. Stefnt er að því að listinn verði næst uppfærður 9. apríl,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×