Guardiola: Agüero gerði eins og Messi og Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 09:30 Sergio Agüero hefur verið magnaður undanfarin áratug með Manchester City. EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fór að tala um þá allra stærstu í fótboltasögunni þegar hann ræddi áhrif Argentínumannsins Sergio Agüero í ensku úrvalsdeildinni. Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sjá meira
Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sjá meira