Guardiola: Agüero gerði eins og Messi og Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 09:30 Sergio Agüero hefur verið magnaður undanfarin áratug með Manchester City. EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fór að tala um þá allra stærstu í fótboltasögunni þegar hann ræddi áhrif Argentínumannsins Sergio Agüero í ensku úrvalsdeildinni. Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Sergio Agüero og Manchester City tilkynntu það í vikunni að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá félaginu en hann mun enda sem enskur meistari og mögulega bæta við fleiri titlum áður en tímabilið er búið. Sergio Agüero hefur átt magnaðan feril með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðan að City keypti hann frá Atlético Madrid árið 2011. Agüero er meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 181 mark og þá er hann markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Pep Guardiola has placed @aguerosergiokun in the same bracket as fellow greats such as @TeamMessi who conquered @LaLiga and Diego Maradona who dazzled in @SerieA_EN. https://t.co/AalB6IyTXf— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 31, 2021 Pep Guardiola fór að tala um Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann var beðinn um að lýsa Sergio Agüero. „Maradona tók yfir Ítalíu og Messi gerði það sama á Spáni. Agüero hefur síðan gert það á Englandi og tölurnar hans tala sínu máli,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við ESPN í Brasilíu. Diego Maradona kom til Napoli, varð sá besti í heimi og hjálpaði ítalska félaginu að vinna einu meistaratitlana í sögu þess. Lionel Messi hefur unnið 33 titla og skorað 663 mörk fyrir Barcelona. „Þegar þú hefur þennan eldmóð og spilar svona reiður þá geta hans ótrúlegu hæfileikar komið í ljós og hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ sagði Guardiola. Sergio Agüero hefur alls skorað 257 mörk í 384 leikjum fyrir Manchester City í öllum keppnum. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum, enska bikarinn einu sinni og enska deildabikarinn fimm sinnum. Only Lionel Messi has more goals under Pep Guardiola than Sergio Aguero pic.twitter.com/vQtUPtC9It— ESPN UK (@ESPNUK) March 30, 2021 Ein stærsta stund hans er þegar hann tryggði Manchester City enska titilinn í uppbótatíma í lokaleik 2011-12 tímabilsins en það var fyrsti enski meistaratitill City í 44 ár. Agüero hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og fékk einnig kórónuveiruna. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og bara skorað eitt mark. Hann er nú búinn að ná sér og gæti hjálpað Manchester City að vinna fernuna í vor sem er eitthvað sem ekkert enskt félag hefur náð. „Hann er mögnuð manneskja og við eigum enn eftir einn og hálfan mánuð saman þar sem við getum unnið fleiri titla og hann skorað fleiri mörk,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira