Fótbolti

Fyrir­liðinn ekki með gegn Ís­landi á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nicolas Hasler verður ekki með er Liechtenstein tekur á móti Íslandi á morgun.
Nicolas Hasler verður ekki með er Liechtenstein tekur á móti Íslandi á morgun. DeFodi Images/Getty Images

Nicolas Hasler, fyrirliði Liechtenstein, verður ekki með í leiknum gegn Íslandi á morgun vegna meiðsla.

Ísland og Liechtenstein mætast annað kvöld í undankeppni HM 2022 í leik sem Ísland verður að vinna. Nú er ljóst að Liechtenstein verður án fyrirliða síns – líkt og Armenía var á dögunum en það kom ekki að sök.

Hinn 29 ára gamli Hasler er markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk á ferlinum og getur leikið á bæði hægri og vinstri vængnum. 

Hann meiddist í 5-0 tapi Liechtenstein gegn Norður-Makedóníu um helgina og nú hefur Martin Stocklasa, þjálfari liðsins, staðfest að Hasler verði ekki með á morgun.


Tengdar fréttir

Gummi hress og bjartsýnn: Vorum lélegir en fáum tækifæri strax á morgun

„Við áttum ofboðslega vondan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leik Íslands við Armeníu á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr 2-0 tapinu og segir íslenska liðið hafa gott tækifæri til þess á morgun að fara úr þessu landsliðsverkefni með ágætis bragð í munninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×