Gummi hress og bjartsýnn: Vorum lélegir en fáum tækifæri strax á morgun Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 14:16 Jón Daði Böðvarsson og félagar í íslenska landsliðinu áttu ekki sinn besta dag á sunnudaginn í Armeníu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Við áttum ofboðslega vondan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leik Íslands við Armeníu á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr 2-0 tapinu og segir íslenska liðið hafa gott tækifæri til þess á morgun að fara úr þessu landsliðsverkefni með ágætis bragð í munninum. Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira