Gummi hress og bjartsýnn: Vorum lélegir en fáum tækifæri strax á morgun Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 14:16 Jón Daði Böðvarsson og félagar í íslenska landsliðinu áttu ekki sinn besta dag á sunnudaginn í Armeníu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Við áttum ofboðslega vondan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leik Íslands við Armeníu á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr 2-0 tapinu og segir íslenska liðið hafa gott tækifæri til þess á morgun að fara úr þessu landsliðsverkefni með ágætis bragð í munninum. Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira