Holland skoraði sjö, Tyrkland henti frá sér sigrinum og Portúgal lenti óvænt undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 21:00 Gíbraltar fékk á sig sjö mörk þrátt fyrir stífan varnarleik í kvöld. ANP Sport/Getty Images Öllum leikjum dagsins í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er nú lokið. Allt stefndi í að Tyrkland yrði með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en allt kom fyrir ekki. Holland skoraði sjö og Evrópumeistarar Portúgal lentu undir í Lúxemborg. Í A-riðli tók Lúxemborg á móti Evrópumeisturunum. Það voru ótrúlegt en satt heimamenn sem komust yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum þökk sé marki Gerson Rodrigues. Diogo Jota jafnaði hins vegar metin fyrir Portúgal í þann mund er fyrri hálfleik lauk og staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Portúgals. Landsliðsmark númer 103 á ferlinum. Joao Palhinha gulltryggði svo sigur gestanna með þriðja markinu á 80. mínútu. Undir lok leiks lék Maxime Chanot reka sig út af í liði Lúxemborg og heimamenn því tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka. 415 minutes played since his last international goal.Cristiano Ronaldo ends his longest goal drought for Portugal since June 2012 pic.twitter.com/4NcwmRvGBm— B/R Football (@brfootball) March 30, 2021 Lokatölur 3-1 og Portúgal á topp riðilsins með sjö stig að loknum þremur leikjum líkt og Serbía. Portúgal ætti hins vegar að vera með fullt hús stiga ef draugamark liðsins gegn Serbíu hefði staðið. Í G-riðli vann Holland öruggan 7-0 útisigur á Gíbraltar. Alexander Sørloth skoraði eina mark leiksins er Noregur vann 1-0 útisigur á Svartfjallalandi. Í Tyrklandi stefndi allt í að heimamenn yrðu með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en þeir voru 3-1 yfir þegar rúmur hálftími lifði leiks. Lettland kom hins vegar öllum á óvart og skoraði tvívegis áður en leik lauk, lokatölur því 3-3 í Tyrklandi. Tyrkland er á toppi riðilsins með sjö stig en þar á eftir koma Holland, Svartfjallaland og Noregur með sex stig hvert. Lettland er svo með eitt stig en Gíbraltar er enn án stiga. Í H-riðli vann Króatía 3-0 sigur á Möltu og Slóvakía vann 2-1 sigur á Rússlandi. Króatar og Rússar eru á toppi riðilsins með sex stig, þar á eftir kemur Slóvakía með fimm og Kýpur fjögur. Slóvenía er svo með þrjú stig en Malta skrapar botninn með eitt stig. World Cup qualifying results: Belgium 8-0 Belarus Croatia 3-0 Malta Gibraltar 0-7 Netherlands Luxembourg 1-3 Portugal Montenegro 0-1 Norway Slovalia 2-1 Russia Turkey 3-3 Latvia Wales 1-0 Czech Republic pic.twitter.com/kEkAtWHEeQ— Goal (@goal) March 30, 2021 Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Mitrovic hetja Serbíu og Kýpur með óvæntan sigur Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur. 30. mars 2021 17:56 Dómarinn baðst afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark Ronaldo gilt Hollenskur dómari hefur beðið Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið afsökunar eftir að hafa gert mistök í leik i undankeppni HM. 30. mars 2021 17:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Í A-riðli tók Lúxemborg á móti Evrópumeisturunum. Það voru ótrúlegt en satt heimamenn sem komust yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum þökk sé marki Gerson Rodrigues. Diogo Jota jafnaði hins vegar metin fyrir Portúgal í þann mund er fyrri hálfleik lauk og staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Portúgals. Landsliðsmark númer 103 á ferlinum. Joao Palhinha gulltryggði svo sigur gestanna með þriðja markinu á 80. mínútu. Undir lok leiks lék Maxime Chanot reka sig út af í liði Lúxemborg og heimamenn því tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka. 415 minutes played since his last international goal.Cristiano Ronaldo ends his longest goal drought for Portugal since June 2012 pic.twitter.com/4NcwmRvGBm— B/R Football (@brfootball) March 30, 2021 Lokatölur 3-1 og Portúgal á topp riðilsins með sjö stig að loknum þremur leikjum líkt og Serbía. Portúgal ætti hins vegar að vera með fullt hús stiga ef draugamark liðsins gegn Serbíu hefði staðið. Í G-riðli vann Holland öruggan 7-0 útisigur á Gíbraltar. Alexander Sørloth skoraði eina mark leiksins er Noregur vann 1-0 útisigur á Svartfjallalandi. Í Tyrklandi stefndi allt í að heimamenn yrðu með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en þeir voru 3-1 yfir þegar rúmur hálftími lifði leiks. Lettland kom hins vegar öllum á óvart og skoraði tvívegis áður en leik lauk, lokatölur því 3-3 í Tyrklandi. Tyrkland er á toppi riðilsins með sjö stig en þar á eftir koma Holland, Svartfjallaland og Noregur með sex stig hvert. Lettland er svo með eitt stig en Gíbraltar er enn án stiga. Í H-riðli vann Króatía 3-0 sigur á Möltu og Slóvakía vann 2-1 sigur á Rússlandi. Króatar og Rússar eru á toppi riðilsins með sex stig, þar á eftir kemur Slóvakía með fimm og Kýpur fjögur. Slóvenía er svo með þrjú stig en Malta skrapar botninn með eitt stig. World Cup qualifying results: Belgium 8-0 Belarus Croatia 3-0 Malta Gibraltar 0-7 Netherlands Luxembourg 1-3 Portugal Montenegro 0-1 Norway Slovalia 2-1 Russia Turkey 3-3 Latvia Wales 1-0 Czech Republic pic.twitter.com/kEkAtWHEeQ— Goal (@goal) March 30, 2021
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Mitrovic hetja Serbíu og Kýpur með óvæntan sigur Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur. 30. mars 2021 17:56 Dómarinn baðst afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark Ronaldo gilt Hollenskur dómari hefur beðið Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið afsökunar eftir að hafa gert mistök í leik i undankeppni HM. 30. mars 2021 17:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35
Mitrovic hetja Serbíu og Kýpur með óvæntan sigur Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur. 30. mars 2021 17:56
Dómarinn baðst afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark Ronaldo gilt Hollenskur dómari hefur beðið Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið afsökunar eftir að hafa gert mistök í leik i undankeppni HM. 30. mars 2021 17:30