Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 12:31 Fulltrúum heilsugæslunnar ber ekki saman um svör Ríkiskaupa. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14