Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 12:31 Fulltrúum heilsugæslunnar ber ekki saman um svör Ríkiskaupa. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?