Innlent

Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hvidovre sjúkrahúsið mun framvegis greina öll leghálssýni fyrir heilsugæsluna.
Hvidovre sjúkrahúsið mun framvegis greina öll leghálssýni fyrir heilsugæsluna. Hvidovre Hospital

Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn.

Kristján Oddsson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, segist eiga von á því að í næstu viku verði gengið frá öðrum samning við Hvidovre sjúkrahúsið, þá um rannsóknir allra leghálssýna héðan í frá.

Um leið og sá samningur hefur verið undirritaður hefst greining þeirra sýna sem verið er að taka um þessar mundir. Að sögn Kristjáns verður þess hins vegar ekki lengi að vænta að konur fái niðurstöður, þar sem stefnt er að því að biðin verði fjórtán dagar að hámarki.

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að á föstudögum verður þeim sýnum pakkað sem hafa verið tekin hjá heilsugæslunni í vikunni og þeim sem hafa borist frá kvensjúkdómalæknum.

Mánudaginn á eftir verða þau send af stað og flogið með þau til Danmerkur annað hvort seinna á mánudeginum eða á þriðjudegi.

Kristján segir konur síðan mega vænta niðurstaða strax í sömu viku en í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýnin voru tekin eða bárust heilsugæslunni utan frá.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samsinnir því að eftir það sem á undan er gengið sé mikilvægt að byggja aftur upp traust meðal kvenna.


Tengdar fréttir

Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku

Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×