„Kannast ekki við ósætti milli mín og Eiðs Smára nema Guðjón viti eitthvað meira en ég“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 14:32 Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki vita hvað sínum gamla stjóra hjá Crewe Alexandra, Guðjóni Þórðarsyni, gangi til. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson botnar lítið í ummælum Guðjóns Þórðarsonar um meint ósætti sitt og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í gær ýjaði Guðjón að ósætti Gylfa og Eiðs Smára, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, hefðu verið ástæða þess að Gylfi gaf ekki kost á sér í leikina í undankeppni HM í þessum mánuði. „Ég kannast ekki við ósætti milli mín og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég,“ sagði Gylfi við 433.is í dag. „Þetta er bara kjánalegt að fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari minn sé að segja þetta í einhverju viðtali, ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur,“ sagði Gylfi sem lék undir stjórn Guðjóns hjá Crewe Alexandra 2009. Hann segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að þeim Eiði Smára komi ekki vel saman. „Það voru einhverjir sem spurðu mig út í þetta í gærkvöldi en venjulega myndi ég ekki svara svona. Mér líkar mjög vel við Eið Smára og vildi því hreinlega klára þetta mál strax,“ sagði Gylfi. Gylfi og Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona hans, eiga von á sínu fyrsta barni og vill Gylfi ekki missa af fæðingunni. „Það er því miður eina ástæðan þrátt fyrir að einhverjum hafi kannski þótt hitt vera skemmtileg saga,“ sagði Gylfi sem hefur ekki séð neina ástæðu til að ræða málið við Eið Smára. „Nei, nei, ég hef ekki talað við hann. Ég þarf ekkert að tala við hann, þetta er svo langt frá því að vera satt að maður varla nennir að svara fyrir þetta núna,“ sagði Gylfi en viðtalið má lesa hér. Íslendingar eru án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni HM. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz á miðvikudagskvöldið. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. 29. mars 2021 13:12 Landsliðið tapað sjö leikjum í röð með markatölunni 3-18 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum með markatölunni 3-18. 29. mars 2021 12:00 Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. 29. mars 2021 11:25 Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í gær ýjaði Guðjón að ósætti Gylfa og Eiðs Smára, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, hefðu verið ástæða þess að Gylfi gaf ekki kost á sér í leikina í undankeppni HM í þessum mánuði. „Ég kannast ekki við ósætti milli mín og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég,“ sagði Gylfi við 433.is í dag. „Þetta er bara kjánalegt að fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari minn sé að segja þetta í einhverju viðtali, ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur,“ sagði Gylfi sem lék undir stjórn Guðjóns hjá Crewe Alexandra 2009. Hann segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að þeim Eiði Smára komi ekki vel saman. „Það voru einhverjir sem spurðu mig út í þetta í gærkvöldi en venjulega myndi ég ekki svara svona. Mér líkar mjög vel við Eið Smára og vildi því hreinlega klára þetta mál strax,“ sagði Gylfi. Gylfi og Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona hans, eiga von á sínu fyrsta barni og vill Gylfi ekki missa af fæðingunni. „Það er því miður eina ástæðan þrátt fyrir að einhverjum hafi kannski þótt hitt vera skemmtileg saga,“ sagði Gylfi sem hefur ekki séð neina ástæðu til að ræða málið við Eið Smára. „Nei, nei, ég hef ekki talað við hann. Ég þarf ekkert að tala við hann, þetta er svo langt frá því að vera satt að maður varla nennir að svara fyrir þetta núna,“ sagði Gylfi en viðtalið má lesa hér. Íslendingar eru án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni HM. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz á miðvikudagskvöldið.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. 29. mars 2021 13:12 Landsliðið tapað sjö leikjum í röð með markatölunni 3-18 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum með markatölunni 3-18. 29. mars 2021 12:00 Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. 29. mars 2021 11:25 Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. 29. mars 2021 13:12
Landsliðið tapað sjö leikjum í röð með markatölunni 3-18 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum með markatölunni 3-18. 29. mars 2021 12:00
Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. 29. mars 2021 11:25
Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58
Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13
Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00
Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25