Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 10:01 Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Daði Böðvarsson á táknrænni mynd fyrir byrjun íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2022. EPA-EFE/Friedemann Vogel Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hvorki með stig eða mark eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022. Það þarf að fara langt aftur í tímann til að finna svo slaka byrjun á undankeppni stórmóts. Íslensku strákarnir fylgdu eftir 3-0 tapi á móti Þýskalandi með því að tapa 2-0 á móti Armeníu í gærkvöldi. Nýju landsliðsþjálfararnir eru að byrja í miklu mótlæti en hvorki Arnar Þór Viðarsson né Eiður Smári Guðjohnsen voru sjálfir búnir að spila fyrir A-landsliðið þegar íslenska landsliðsins fór síðast jafn illa af stað í undankeppni EM eða HM. Það þarf nefnilega að fara alla leið til haustsins 1994 til að finna eins slaka byrjun hjá karlalandsliðinu, það er undankeppni sem byrjar stigalaus og markalaus í fyrstu tveimur leikjunum. Undankeppnin sem um ræðir er fyrir EM 1996 í Englandi. Íslensku strákarnir töpuðu þá 1-0 á heimavelli á móti bronsliði Svía frá HM í Bandaríkjunum fyrr um sumarið en steinlágu svo 5-0 á útivelli á móti Tyrkjum í leik tvö. Íslenska liðið vann á endanum bara einn af átta leikjum sínum í þessari undankeppni og endaði í neðsta sæti riðilsins á eftir Sviss, Tyrklandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Ásgeir Elíasson hætti sem þjálfari íslenska liðsins eftir undankeppnina. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er þetta samt langt frá því að vera eina skiptið á þessum tíma þar sem liðið tapar fyrstu tveimur leikjum sínum. Það hafði hins vegar ekki gerst í síðustu fjórum undankeppnum eða síðan að Lars Lagerbäck mætti á svæðið. Stig og mörk í fyrstu tveimur leikjunum í síðustu undankeppnum: HM 2022: 0 stig og 0 mörk (-5 í markatölu) EM 2020: 3 stig og 2 mörk (-2) HM 2018: 4 stig og 4 mörk (+1) EM 2016: 6 stig og 6 mörk (+6) HM 2014: 3 stig og 2 mörk (+1) EM 2012: 0 stig og 1 mark (-2) HM 2010: 1 stig og 3 mörk (-1) EM 2008: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2006: 0 stig og 3 mörk (-3) EM 2004: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2002: 0 stig og 1 mark (-5) EM 2000: 2 stig og 1 mark (0) HM 1998: 1 stig og 1 mark (-2) EM 1996: 0 stig og 0 mörk (-6) HM 2022 í Katar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hvorki með stig eða mark eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022. Það þarf að fara langt aftur í tímann til að finna svo slaka byrjun á undankeppni stórmóts. Íslensku strákarnir fylgdu eftir 3-0 tapi á móti Þýskalandi með því að tapa 2-0 á móti Armeníu í gærkvöldi. Nýju landsliðsþjálfararnir eru að byrja í miklu mótlæti en hvorki Arnar Þór Viðarsson né Eiður Smári Guðjohnsen voru sjálfir búnir að spila fyrir A-landsliðið þegar íslenska landsliðsins fór síðast jafn illa af stað í undankeppni EM eða HM. Það þarf nefnilega að fara alla leið til haustsins 1994 til að finna eins slaka byrjun hjá karlalandsliðinu, það er undankeppni sem byrjar stigalaus og markalaus í fyrstu tveimur leikjunum. Undankeppnin sem um ræðir er fyrir EM 1996 í Englandi. Íslensku strákarnir töpuðu þá 1-0 á heimavelli á móti bronsliði Svía frá HM í Bandaríkjunum fyrr um sumarið en steinlágu svo 5-0 á útivelli á móti Tyrkjum í leik tvö. Íslenska liðið vann á endanum bara einn af átta leikjum sínum í þessari undankeppni og endaði í neðsta sæti riðilsins á eftir Sviss, Tyrklandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Ásgeir Elíasson hætti sem þjálfari íslenska liðsins eftir undankeppnina. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er þetta samt langt frá því að vera eina skiptið á þessum tíma þar sem liðið tapar fyrstu tveimur leikjum sínum. Það hafði hins vegar ekki gerst í síðustu fjórum undankeppnum eða síðan að Lars Lagerbäck mætti á svæðið. Stig og mörk í fyrstu tveimur leikjunum í síðustu undankeppnum: HM 2022: 0 stig og 0 mörk (-5 í markatölu) EM 2020: 3 stig og 2 mörk (-2) HM 2018: 4 stig og 4 mörk (+1) EM 2016: 6 stig og 6 mörk (+6) HM 2014: 3 stig og 2 mörk (+1) EM 2012: 0 stig og 1 mark (-2) HM 2010: 1 stig og 3 mörk (-1) EM 2008: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2006: 0 stig og 3 mörk (-3) EM 2004: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2002: 0 stig og 1 mark (-5) EM 2000: 2 stig og 1 mark (0) HM 1998: 1 stig og 1 mark (-2) EM 1996: 0 stig og 0 mörk (-6)
Stig og mörk í fyrstu tveimur leikjunum í síðustu undankeppnum: HM 2022: 0 stig og 0 mörk (-5 í markatölu) EM 2020: 3 stig og 2 mörk (-2) HM 2018: 4 stig og 4 mörk (+1) EM 2016: 6 stig og 6 mörk (+6) HM 2014: 3 stig og 2 mörk (+1) EM 2012: 0 stig og 1 mark (-2) HM 2010: 1 stig og 3 mörk (-1) EM 2008: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2006: 0 stig og 3 mörk (-3) EM 2004: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2002: 0 stig og 1 mark (-5) EM 2000: 2 stig og 1 mark (0) HM 1998: 1 stig og 1 mark (-2) EM 1996: 0 stig og 0 mörk (-6)
HM 2022 í Katar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira