Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 11:25 Viðar Örn Kjartansson skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, á Parken í nóvember. Arnar Þór Viðarsson valdi aðra leikmenn á hans kostnað í yfirstandandi landsliðsverkefni. EPA „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira