Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 09:33 Íslenska karlalandsliðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ / POOL Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13
Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00
Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25