Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 09:33 Íslenska karlalandsliðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ / POOL Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13
Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00
Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25