Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 09:33 Íslenska karlalandsliðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ / POOL Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Í hlaðvarpinu The Mike Show í gær ýjaði Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, að því að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ósættis við Eið Smára, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði þessum sögusögnum á bug í skriflegu svari til Vísis í gær og samkvæmt heimildarmönnum Vísis, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, eiga fullyrðingar Guðjóns ekki við rök að styðjast. Við sama tón kveður í viðtali RÚV við Arnar Þór í dag. Þar segir hann orð Guðjóns vera hrein og klár ósannindi. „Ég ber virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni og lék undir hans stjórn á sínum tíma í landsliðinu en svona ummæli eru sorgleg og þetta eru bara hrein og klár ósannindi,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir ummæli Guðjóns Þórðarsonar um samband Eiðs Smára og Gylfa Þórs hrein og klár ósannindi.Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar.— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 29, 2021 „Það heyrðist nú bara á þessari umræðu og þessum vettvangi sem ummælin féllu. Þetta er fyrir neðan allar hellur og dæmir sig svolítið sjálft. Það er ekkert til í þessu.“ Arnar Þór hefur fengið talsvert mikla gagnrýni fyrir að velja Viðar Örn ekki í landsliðshópinn, sérstaklega eftir að Björn Bergmann Sigurðarson hrökk úr skaftinu. Samkvæmt því sem RÚV hefur eftir Arnari Þór leyfði félag Viðars Arnar, Vålerenga í Noregi, honum ekki að fara í landsliðsverkefnið í þessum mánuði. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni HM 2022 án þess að skora mark. Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í þriðja leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00 Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13
Guðni vísar fullyrðingum Guðjóns á bug Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. 28. mars 2021 22:00
Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 28. mars 2021 20:25