Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 10:03 Skipið er fast. Pikkfast. Gervihnattamynd/2021 Maxar Technologies. Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“ Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00