Erlent

Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bauchner hefur beðist afsökunar á uppákomunni.
Bauchner hefur beðist afsökunar á uppákomunni. Mynd/Moody College of Communication

Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar.

American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna.

Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“

„Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“

Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“

Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans.

Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama.

„Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum.

Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni.

Livingston hefur sagt upp störfum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.