Innlent

Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Einn hinna fimm smituðu er með gamalt smit og ekki talinn smitandi.
Einn hinna fimm smituðu er með gamalt smit og ekki talinn smitandi. Vísir/Jóhann K.

Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Allir fimm verið í einangrun og ekki talin hætta á að smit berist í samfélagið. Þá var annar þeirra sem greindist smitaður í Hirtshals með gamalt smit og því hvorki veikur né smitandi. Leiðrétt verði fyrir þessu í tölum yfir smitaða á Austurlandi.

Tíu Covid-smitaðir skipverjar eru enn um borð í súrálsskipi sem liggur í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Fylgst er náið með líðan þeirra og ekki hefur þurft að flytja neinn þeirra frá borði. 

Alls eru nítján í áhöfn skipsins. Aðrir skipverjar, níu talsins, hafa í tvígang verið skimaðir eftir komu skipsins til Reyðarfjarðar, fyrst á komudegi 20. mars og svo aftur 22. mars. Niðurstöður voru í báðum tilvikum neikvæðar. Þeir verða skimaðir að nýju á mánudag 29. mars, en enginn þeirra sýnir einkenni veikinda.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19 Fimm voru greindir með COVID smit á landamærunum á Seyðisfirði...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Föstudagur, 26. mars 2021

Tengdar fréttir

Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu

Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul.

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.