Enginn með brasilíska afbrigðið alvarlega veikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 15:06 Álverið á Reyðarfirði þangað sem verið var að flytja súrrálið. Vísir/JóhannK Læknir og hjúkrunarfræðingur, sem bæði hafa verið bólusett fyrir kórónuveirunni, fóru um borð í súrálsskip frá Brasilíu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við komu skipsins til Reyðarfjarðar á laugardag. Enginn skipverja reyndist alvarlega veikur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Austfjörðum. Sjö af tíu sem greindust með Covid-19 við komu skipsins höfðu einkenni veirunnar en þrír ekki. Í gær voru tekin frekari sýni af þeim níu sem ekki voru með Covid við komuna. Von er á niðurstöðum seint í dag eða kvöld. Raðgreiningu á laugardagssýnunum er lokið og reyndist um brasilískt afbrigði veirunnar að ræða. Við komu skipsins á laugardag fór hafnsögumaður um borð sem og læknir, hjúkrunarfræðingur og lögreglumaður. Allir fylgdu þeir ítrustu sóttvörnum í samræmi við leiðbeiningar og búnir hlífðarfatnaði. Hafnsögumaður fór í sóttkví í kjölfarið þar sem hann hefur ekki fengið bólusetningu vegna COVID-19. Aðrir er um borð fóru eru bólusettir og því ekki í sóttkví. Hafþór Eide Hansson hafnsögumaður tjáði Vísi skoðun sína í gær að ekki ætti að senda fólk um borð í skip sem þessi ef ekki er búið að bólusetja það. Hann lýsti því sömuleiðis að hann hefði ekki fengið upplýsingar nema eftir krókaleiðum um að áhöfnin væri veik. „Fréttir hafa borist af því að upplýsingar um veikindi skipverja um borð hafi ekki borist yfirvöldum í samræmi við venju og verklag. Sá þáttur er nú til skoðunar hjá Landhelgisgæslu og Samgöngustofu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Læknir og hjúkrunarfræðingur munu í dag fara að nýju um borð til að meta ástand og líðan skipverja og veita aðhlynningu eftir þörfum. Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. 23. mars 2021 11:03 Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við komu skipsins til Reyðarfjarðar á laugardag. Enginn skipverja reyndist alvarlega veikur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Austfjörðum. Sjö af tíu sem greindust með Covid-19 við komu skipsins höfðu einkenni veirunnar en þrír ekki. Í gær voru tekin frekari sýni af þeim níu sem ekki voru með Covid við komuna. Von er á niðurstöðum seint í dag eða kvöld. Raðgreiningu á laugardagssýnunum er lokið og reyndist um brasilískt afbrigði veirunnar að ræða. Við komu skipsins á laugardag fór hafnsögumaður um borð sem og læknir, hjúkrunarfræðingur og lögreglumaður. Allir fylgdu þeir ítrustu sóttvörnum í samræmi við leiðbeiningar og búnir hlífðarfatnaði. Hafnsögumaður fór í sóttkví í kjölfarið þar sem hann hefur ekki fengið bólusetningu vegna COVID-19. Aðrir er um borð fóru eru bólusettir og því ekki í sóttkví. Hafþór Eide Hansson hafnsögumaður tjáði Vísi skoðun sína í gær að ekki ætti að senda fólk um borð í skip sem þessi ef ekki er búið að bólusetja það. Hann lýsti því sömuleiðis að hann hefði ekki fengið upplýsingar nema eftir krókaleiðum um að áhöfnin væri veik. „Fréttir hafa borist af því að upplýsingar um veikindi skipverja um borð hafi ekki borist yfirvöldum í samræmi við venju og verklag. Sá þáttur er nú til skoðunar hjá Landhelgisgæslu og Samgöngustofu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Læknir og hjúkrunarfræðingur munu í dag fara að nýju um borð til að meta ástand og líðan skipverja og veita aðhlynningu eftir þörfum.
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. 23. mars 2021 11:03 Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið. 23. mars 2021 11:03
Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15