„Nauðsynlegt fyrir okkur til að geta hafið undirbúning fyrir undankeppnina í haust“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 19:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Er það hópur sem mun mæta Ítalíu í æfingaleik í apríl. Þorsteinn segir leikinn nauðsynlegan í undirbúningi fyrir undankeppnina sem hefst í haust. Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir og varnarmaðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru nýliðar í íslenska hópnum. Þær leika báðar með Breiðabliki. Þær verðskulda sæti í hópnum að mati landsliðsþjálfarans. „Þær eru bara á þeim stað að þær eiga þetta skilið. Held að það sé svona í grunninn þannig að þær hafa unnið fyrir þessu og eru góðir leikmenn.“ „Það var raunverulega bara Ingibjörg. Hún gat ekki verið út af sóttvarnarreglum í Noregi. Það er tíu daga sóttkví þegar hún kemur til baka svo það var ekki möguleiki að fá hana,“ sagði Þorsteinn um fjarveru landsliðsmiðvarðarins Ingibjörgu Sigurðardóttur sem leikur með Noregsmeisturum Lilleström. Um æfingaleikinn gegn Ítalíu Ísland mætir Ítalíu þann 13. apríl næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands undir stjórn Þorsteins en hann birti fyrsta landsliðshóp sinn í dag. „Það var nauðsynlegt að ég held. Við slepptum verkefni síðast þannig þetta var nauðsynlegt fyrir okkur til að geta hafið undirbúning fyrir undankeppnina í haust.“ „Þetta skiptir allt máli, helst allt í hendur. Auðvitað þurfa liðin að hittast til að halda dampi og halda áfram að þróast. Fyrir mig sem nýjan þjálfara þá var þetta ákveðið grundvallaratriði held ég.“ Um markvarðarstöðuna „Þetta lítur bara vel út. Erum með Söndru sem er leikreynd og búin að standa sig vel undanfarin ár. Cecilía Rán [Rúnarsdóttir] er efnilegur markvörður, á einn landsleik og hefur verið á góðu róli. Telma er líka á réttu róli og svo eru fleiri markmenn vonandi sem eru að koma upp.“ „Ef hún fær að spila og halda áfram að þróast held ég að þetta sé gott skref, hjálpar okkar vonandi líka með því. Ég held að þetta sé jákvætt – að hún hafi átt möguleika á að taka þetta skref. Eins og ég segi, í grunninn þarf hún bara að fá að spila og ef hún gerir það er þetta bara gott mál,“ sagði Þorsteinn um vistaskipti Cecilíu til Örebro í Svíþjóð. Markmið þjálfarans í komandi landsliðsverkefni „Kynnast leikmönnum, koma mínum hugmyndum á framfæri og hvernig ég mun spila. Byrja bara að vinna með það. Ferðin snýst mest megnis um að koma hlutum á framfæri og vinna með það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Klippa: Viðtal við landsliðsþjálfara kvenna Fótbolti Tengdar fréttir Segir að Guðbjörg þurfi að spila reglulega til að komast aftur í landsliðið Þorsteinn Halldórsson segir að Guðbjörg Gunnarsdóttir þurfi að spila reglulega til að gera tilkall til landsliðssætis. 26. mars 2021 14:30 Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. 26. mars 2021 13:57 Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir og varnarmaðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru nýliðar í íslenska hópnum. Þær leika báðar með Breiðabliki. Þær verðskulda sæti í hópnum að mati landsliðsþjálfarans. „Þær eru bara á þeim stað að þær eiga þetta skilið. Held að það sé svona í grunninn þannig að þær hafa unnið fyrir þessu og eru góðir leikmenn.“ „Það var raunverulega bara Ingibjörg. Hún gat ekki verið út af sóttvarnarreglum í Noregi. Það er tíu daga sóttkví þegar hún kemur til baka svo það var ekki möguleiki að fá hana,“ sagði Þorsteinn um fjarveru landsliðsmiðvarðarins Ingibjörgu Sigurðardóttur sem leikur með Noregsmeisturum Lilleström. Um æfingaleikinn gegn Ítalíu Ísland mætir Ítalíu þann 13. apríl næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands undir stjórn Þorsteins en hann birti fyrsta landsliðshóp sinn í dag. „Það var nauðsynlegt að ég held. Við slepptum verkefni síðast þannig þetta var nauðsynlegt fyrir okkur til að geta hafið undirbúning fyrir undankeppnina í haust.“ „Þetta skiptir allt máli, helst allt í hendur. Auðvitað þurfa liðin að hittast til að halda dampi og halda áfram að þróast. Fyrir mig sem nýjan þjálfara þá var þetta ákveðið grundvallaratriði held ég.“ Um markvarðarstöðuna „Þetta lítur bara vel út. Erum með Söndru sem er leikreynd og búin að standa sig vel undanfarin ár. Cecilía Rán [Rúnarsdóttir] er efnilegur markvörður, á einn landsleik og hefur verið á góðu róli. Telma er líka á réttu róli og svo eru fleiri markmenn vonandi sem eru að koma upp.“ „Ef hún fær að spila og halda áfram að þróast held ég að þetta sé gott skref, hjálpar okkar vonandi líka með því. Ég held að þetta sé jákvætt – að hún hafi átt möguleika á að taka þetta skref. Eins og ég segi, í grunninn þarf hún bara að fá að spila og ef hún gerir það er þetta bara gott mál,“ sagði Þorsteinn um vistaskipti Cecilíu til Örebro í Svíþjóð. Markmið þjálfarans í komandi landsliðsverkefni „Kynnast leikmönnum, koma mínum hugmyndum á framfæri og hvernig ég mun spila. Byrja bara að vinna með það. Ferðin snýst mest megnis um að koma hlutum á framfæri og vinna með það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Klippa: Viðtal við landsliðsþjálfara kvenna
Fótbolti Tengdar fréttir Segir að Guðbjörg þurfi að spila reglulega til að komast aftur í landsliðið Þorsteinn Halldórsson segir að Guðbjörg Gunnarsdóttir þurfi að spila reglulega til að gera tilkall til landsliðssætis. 26. mars 2021 14:30 Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. 26. mars 2021 13:57 Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Segir að Guðbjörg þurfi að spila reglulega til að komast aftur í landsliðið Þorsteinn Halldórsson segir að Guðbjörg Gunnarsdóttir þurfi að spila reglulega til að gera tilkall til landsliðssætis. 26. mars 2021 14:30
Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. 26. mars 2021 13:57
Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13