Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 22:02 Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Aðsend/Vilhelm Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03