Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 17:03 Unnur segir að útreikningar Kára gangi ekki upp. Skjólstæðingar Vinnumálastofnunar sem fara á milli mála eru ekki nándar nærri eins margir og Kári heldur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?