Innlent

Svona var blaða­manna­fundurinn vegna Rauða­­gerðis­­málsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri, og Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, á fundinum.
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri, og Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, á fundinum. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á málinu.

Fulltrúar embættisins á fundinum verða þau Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs.

Fyrri fréttir af Rauðagerðismálinu má lesa um hér.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og í textalýsingu hér að neðan.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku og textalýsingu má sjá að neðan. Fram kom á fundinum að albanskur karlmaður, búsettur á Íslandi til fjölda ára, hefði játað morðið og að játningin væri í samræmi við gögn í málinu. Samverknaður og skipulag morðsins væri enn til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×