Morð í Rauðagerði

Fréttamynd

„Ég hefði aldrei haft hug­mynda­flug í að þetta gæti gerst“

„Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“ 

Innlent
Fréttamynd

Dómar í Rauða­gerðis­málinu mildaðir veru­lega

Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Claudia ein mætt í Hæsta­rétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin

Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“

Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin

Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir þunga dóma endur­spegla breytingu í undir­heimum

Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent