AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. mars 2021 06:41 Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ljóst að AstraZeneca verði að setja aukinn kraft í framleiðslu og standa við gerða samninga. AP/Aris Oikonomou Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu bóluefnis til Evrópuríkjanna áður en hægt verður að heimila útflutning á bóluefni þeirra sem framleitt er í Evrópu. Þetta sagði von der Leyen að loknum leiðtogafundi Evrópuríkjanna sem fram fór í gærkvöld þar sem staðan í bóluefnamálum var til umræðu. Evrópusambandið kennir lyfjafyrirtækjunum, og þá sérstaklega AstraZeneca, um hversu hægt hefur gengið að bólusetja í Evrópu en Íslendingar eru aðilar að þeim samningum sem Evrópusambandið gerði upphaflega við fyrirtækin. Forvarsmenn AstraZeneca hafna því hinsvegar að hafa brotið samninga en von der Leyen segir ljóst að fyrirtækið verði að girða sig í brók og ná upp meiri framleiðsluhraða. Fyrr fái það ekki að flytja bóluefni sitt til annarra landa á borð við Bretland. BBC greinir frá því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti segi að þetta marki endalok þess sem hann kallaði „barnslega einfeldni“ sambandsins þegar kemur að málinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýjar hömlur á útflutning bóluefnis gegn kórónuveirunni í gær. Með reglugerð verður útflutningur á bóluefni frá aðildarríkjunum skilyrtur við hvort að bólusetningartíðni í innflutningslandinu sé hærri en innan sambandsins og hvort að innflutningslandið leyfi útflutning á bóluefni á móti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Danir bíða lengur með bóluefni AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að framlengja tímabunda stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca fram í miðjan apríl. Notkunin var stöðvuð vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið fyrir um tveimur vikum. 25. mars 2021 11:03 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þetta sagði von der Leyen að loknum leiðtogafundi Evrópuríkjanna sem fram fór í gærkvöld þar sem staðan í bóluefnamálum var til umræðu. Evrópusambandið kennir lyfjafyrirtækjunum, og þá sérstaklega AstraZeneca, um hversu hægt hefur gengið að bólusetja í Evrópu en Íslendingar eru aðilar að þeim samningum sem Evrópusambandið gerði upphaflega við fyrirtækin. Forvarsmenn AstraZeneca hafna því hinsvegar að hafa brotið samninga en von der Leyen segir ljóst að fyrirtækið verði að girða sig í brók og ná upp meiri framleiðsluhraða. Fyrr fái það ekki að flytja bóluefni sitt til annarra landa á borð við Bretland. BBC greinir frá því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti segi að þetta marki endalok þess sem hann kallaði „barnslega einfeldni“ sambandsins þegar kemur að málinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti nýjar hömlur á útflutning bóluefnis gegn kórónuveirunni í gær. Með reglugerð verður útflutningur á bóluefni frá aðildarríkjunum skilyrtur við hvort að bólusetningartíðni í innflutningslandinu sé hærri en innan sambandsins og hvort að innflutningslandið leyfi útflutning á bóluefni á móti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Danir bíða lengur með bóluefni AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að framlengja tímabunda stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca fram í miðjan apríl. Notkunin var stöðvuð vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið fyrir um tveimur vikum. 25. mars 2021 11:03 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40
Danir bíða lengur með bóluefni AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að framlengja tímabunda stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca fram í miðjan apríl. Notkunin var stöðvuð vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið fyrir um tveimur vikum. 25. mars 2021 11:03
AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52