Erlent

Bein útsending: Fyrsti blaðamannafundur Joe Biden í embætti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. epa/Chris Kleponis

Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur sinn fyrsta blaðamannafund nú síðdegis síðan hann tók við embætti forseta. Beina útsendingu af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.

Búist er við að Biden verði spurður út í stöðuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, stöðuna á bólusetningu gegn kórónuveirunni, byssulöggjöf og fleira. 

Eins og áður segir er þetta fyrsti eiginlegi blaðamannafundurinn sem Biden heldur síðan hann var svarinn í embætti Bandaríkjaforseta í janúar. Blaðamannafundurinn er haldinn í Hvíta húsinu og fylgjast má með honum í beinni útsendingu hér fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.