Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 15:23 Dráttarbátar reyndu að koma Ever Given aftur á flot á háflóði í morgun. AP/Stjórn Súesskurðarins Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð