Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 06:50 Eldgosið í Geldingadal virðist vera stöðugt að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira