Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2021 00:13 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Visir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22