Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2021 00:13 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Visir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22