Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:51 Hið minnsta þrír nemendur í sjötta bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Enginn starfsmaður hefur greinst fyrir utan kennarann sem greindist fyrstur. Reykjavíkurborg Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sjá meira
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22
Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44