Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 12:24 Árásarmaðurinn lét til skarar skríða í versluninni King Soopers í Boulder í Colorado síðdegis í gær. AP/David Zalubowski Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira