Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:28 Alma Möller landlæknir ræddi bóluefni AstraZeneca á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira