Erlent

Mikil flóð í Nýja Suður-Wales

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Tjón er þó gífurlegt en einn þriðji allra Ástrala býr á svæðinu, eða rúmar átta milljónir manna.
Tjón er þó gífurlegt en einn þriðji allra Ástrala býr á svæðinu, eða rúmar átta milljónir manna. AP/Rick Rycroft

Um átján þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Ástralíu vegna mikilla flóða í Nýja Suður-Wales en gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu síðustu daga.

Ár hafa flætt yfir bakka sína og flætt hefur yfir stíflur í grennd við stórborgina Sydney og einnig í suðausturhluta Queensland, að því er segir í frétt BBC.

Veðurfræðingar segja líklegt að rigningarnar haldi áfram út þessa viku og að um viðburð sé að ræða sem eigi sér aðeins stað tvisvar á öld.

Enginn hefur látið lífið í hamförunum svo vitað sé og talar fylkisstjóri Nýja Suður-Wales að það sé kraftaverki líkast að ekkert manntjón hafi orðið.

Tjón er þó gífurlegt en einn þriðji allra Ástrala býr á svæðinu, eða rúmar átta milljónir manna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×