Innlent

Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Aðalgígurinn er eins strompur. Hægra megin má sjá minni gíga, einn sem er opinn en tvo sem virðast storknaðir.
Aðalgígurinn er eins strompur. Hægra megin má sjá minni gíga, einn sem er opinn en tvo sem virðast storknaðir. KMU

Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun.

Hraunárnar breiða sig um nýja hrauniðKMU

Það má vel sjá aðalgíginn eins og stromp en einnig minni gíga sem ekki virðast síður fagrir. Þá er flogið lágt yfir hraunbreiðuna frá gígunum. Þar má sjá hraunárnar flæða yfir dalverpið og móta nýtt landslag.

Hér má sjá myndskeiðið.


Tengdar fréttir

Þyrluferð á gosstað

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er í þyrlu yfir eldgosinu í Geldingadal.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.