Spenntur fyrir EM, stefnir á atvinnumennsku og segir Blika ætla sér þann stóra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 19:01 Róbert Orri ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Skjáskot Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks er einn fjögurra leikmanna sem spilar hér á landi sem er á leið á EM U21 ef marka má listann sem birtist á vef UEFA í dag. Hann ætlar sér stóra hluti á EM sem og í Pepsi Max-deildinni í sumar. Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira