Milljóna sekt á leiðinni fyrir að mæta í röngum bíl á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:01 Kingsley Coman tryggði Bayern München sigur í Meistaradeildinni síðasta haust. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Hjá þýska félaginu Bayern München er það bara ein bílategund sem skiptir máli og það er eins gott fyrir leikmenn liðsins að hlýða því. Því fær veski Kingsley Coman líklega að kynnast á næstunni. Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Kingsley Coman verður væntanlega sektaður um fimmtíu þúsund evrur fyrir að mæta á Mercedes bíl á æfingu liðsins á dögunum en allir leikmenn eiga á mæta á æfingar og í leiki á Audi bílum. Audi er stór styrktaraðili hjá Bayern. Það ætti samt ekki að vera mikil vandræði fyrir leikmenn Bayern að fylgja þessum reglum enda fá þeir allir bíl frá Audi. Þrátt fyrir þetta gengur einum leikmanni liðsins erfiðlega að fylgja þessari reglu. Kingsley Coman facing a 50,000 fine for driving to Bayern Munich training in the wrong car https://t.co/Drtk4ub69R— SPORTbible (@sportbible) March 16, 2021 Þýska blaðið BILD segir frá hrakförum Kingsley Coman þegar honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið á Mercedes bílnum sínum. Sportbild segir líka að hann eigi vona á fimmtíu þúsund evru sekt sem gerir um 7,6 milljónir íslenskra króna. Audi bílaframleiðandinn á 8,33 prósent hlut í Bayern og samstarfið þeirra er sagt vera að skila félaginu 42,8 milljónum punda á ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 24 ára gamli Frakki gerist sekur um að brjóta þessar reglur. Hann mætti á McLaren sportbílnum sínum á æfingu í fyrra. Kingsley Coman baðst þá afsökunar en hann sagði þá ástæðuna vera að það hafi verið smá beygla á Audi bílnum hans. Sportbild reporting that Kingsley Coman faces a 50,000 fine from Bayern Munich for showing up to training in his Mercedes rather than his Audi company car. Club rules demand each player has to travel in an Audi for business appointments because they re a huge club sponsor.— Stefan Bienkowski (@SBienkowski) March 15, 2021 Hann bauðst líka til að mæta til Ingolstadt þar sem Audi verksmiðjan er og gefa eiginhandaráritanir í klukkutíma. Coman hefur tekið þátt í tuttugu leikjum með Bayern í Bundesligunni á þessu tímabili og er með þrjú mörk og tíu stoðsendingar í þeim. Það var einmitt Coman sem skoraði sigurmark Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira