Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 19:52 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Vísir/EPA Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref. Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira