„Við gerum hlutina erfiðari en þeir eiga að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna en hefði viljað klára dæmið með fleiri mörkum. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær sagði í viðtali eftir 1-0 sigur Manchester United gegn West Ham United í gærkvöldi að sínir menn flæki hlutina oftar en ekki fyrir sér og gerðu þá þar af leiðandi erfiðari en þeir ættu að vera. „Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
„Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira