„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. mars 2021 20:01 „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða,“ segir Andrés Ingi um niðurstöðu prófkjörs Pírata. Vísir/Vilhelm Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés. Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57
Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41