Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 10:09 Prófkjör Pírata fer fram rafrænt en það hófst 3. mars. Því lýkur klukkan 16:00 í dag. Vísir/Sigurjón Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, sitjandi þingmenn Pírata bjóða sig ekki fram að þessu sinni og því er ljóst að nýtt fólk verður í brúnni hjá flokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Reykjavík er sameiginlegt prófkjör fyrir bæði kjördæmi. Endanleg skipting frambjóðenda á milli norður- og suðurkjördæmis eiga að liggja fyrir eftir helgi. Píratar hafa fjögur þingsæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Helgi Hrafn býður sig ekki fram og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir flytur sig yfir í suðvesturkjördæmi í haust. Því verður barist um fjögur efstu sætin. Á meðal þeirra sem sækjast eftir leiðtogasætunum í Reykjavík eru sitjandi þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Halldór Mogensen. Þar etur einnig kappi Andrés Ingi Jónsson sem gekk nýlega til liðs við flokkinn. Hann hafði verið óháður þingmaður eftir að hann sagði skilið við Vinstri græna fyrr á kjörtímabilinu. Kosningunni lýkur klukkan 16:00 í dag og eiga niðurstöður að liggja fyrir á milli klukkan 16:05 og 16:30. Tilkynnt verður um úrslitin í beinu streymi á vefsíðu Pírata. Prófkjör í norðvestur- og norðausturkjördæmum lýkur 20. mars. Píratar Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, sitjandi þingmenn Pírata bjóða sig ekki fram að þessu sinni og því er ljóst að nýtt fólk verður í brúnni hjá flokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Reykjavík er sameiginlegt prófkjör fyrir bæði kjördæmi. Endanleg skipting frambjóðenda á milli norður- og suðurkjördæmis eiga að liggja fyrir eftir helgi. Píratar hafa fjögur þingsæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Helgi Hrafn býður sig ekki fram og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir flytur sig yfir í suðvesturkjördæmi í haust. Því verður barist um fjögur efstu sætin. Á meðal þeirra sem sækjast eftir leiðtogasætunum í Reykjavík eru sitjandi þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Halldór Mogensen. Þar etur einnig kappi Andrés Ingi Jónsson sem gekk nýlega til liðs við flokkinn. Hann hafði verið óháður þingmaður eftir að hann sagði skilið við Vinstri græna fyrr á kjörtímabilinu. Kosningunni lýkur klukkan 16:00 í dag og eiga niðurstöður að liggja fyrir á milli klukkan 16:05 og 16:30. Tilkynnt verður um úrslitin í beinu streymi á vefsíðu Pírata. Prófkjör í norðvestur- og norðausturkjördæmum lýkur 20. mars.
Píratar Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira