Erlent

Viktoría prinsessa og Daníel prins með Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
Frå vinstri; Daníel prins, Viktoría krónprinsessa, Karl Gústaf konungur og Silvía drottning.
Frå vinstri; Daníel prins, Viktoría krónprinsessa, Karl Gústaf konungur og Silvía drottning. EPA/CAROLINE BLUMBERG

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar hefur greinst með Covid-19 og eiginmaður hennar Daníel Prins sömuleiðis. Þau eru bæði komin í einangrun en sýna enn sem komið er mild einkenni.

Börn þeirra, Estelle og Óskar, eru í sóttkví. Þau sýna þó ekki einkenni.

Samkvæmt frétt Aftonbladet stendur smitrakning yfir og stýrir læknir sænsku konungsfjölskyldunnar henni. Ekki liggur fyrir hvernig hjónin smituðust.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við hjónin farið í skimun en enginn þeirra hefur hingað til greinst smitaður. Hjónin segjast ekki hafa hitt neinn utan konungsfjölskyldunnar undanfarna daga.

Hjónin tóku PCR próf í gær og fengu jákvæða niðurstöðu í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×