Innlent

Úr­skurðaður í lengra gæslu­varð­hald vegna morðsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Morðið var framið í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn.
Morðið var framið í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Vísir/vilhelm

Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Varðhaldið rennur út næsta miðvikudag, 17. mars.  

Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá hafa fimm verið úrskurðaðir í farbann. Lögregla segir í tilkynningu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fréttastofa greindi frá því í morgun að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði samþykkt kröfu lögreglu um að fella niður skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Íslendings í málinu. Sá sætir farbanni vegna málsins.

Ástæðan fyrir því að lögreglan fer fram á þetta er sú að hún vill að Steinbergur verði kallaður til skýrslutöku. Ekki er hægt að sinna störfum verjanda og vera samtímis með réttarstöðu vitnis.


Tengdar fréttir

„Við erum að rannsaka morðmál hérna“

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×