„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 13:41 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að verjandi Íslendingsins sem sat í gæsluvarðhaldi verði kallaður til sem vitni í málinu. Lögreglu hafi ástæðu til að ætla að verjandinn búi yfir vitneskju sem skipti rannsóknina máli. Vísir/Egill t.v. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira