Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2021 08:41 Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Lögreglan í London Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar. Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira