Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Erling Braut Håland skoraði tvö mörk gegn Sevilla í gær. Hann hefur nú skorað 20 mörk í Meistaradeildinni. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Sjá meira
Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Sjá meira