Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Erling Braut Håland skoraði tvö mörk gegn Sevilla í gær. Hann hefur nú skorað 20 mörk í Meistaradeildinni. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira