Enski boltinn

Aðeins City náð í fleiri stig frá áramótum en strákarnir hans Moyes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
West Ham á góða möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins.
West Ham á góða möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. getty/Julian Finney

Manchester City er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur fengið fleiri stig á þessu ári en West Ham United.

Strákarnir hans Davids Moyes unnu 2-0 sigur á Leeds United í gær með mörkum frá Jesse Lingard og Craig Dawson.

West Ham hefur nú náð í 25 stig í ensku úrvalsdeildinni frá áramótum. Aðeins topplið City hefur fengið fleiri stig, eða 39. West Ham er með fleiri stig en lið á borð við Manchester United, Chelsea, Tottenham, Arsenal og Englandsmeistarar Liverpool.

West Ham hefur komið liða mest á óvart á tímabilinu og er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 48 stig. West Ham er aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sætinu og á leik til góða.

Þótt Hamrarnir eigi enn ellefu leiki eftir hafa þeir þegar náð í níu fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en á síðasta tímabili. Þá endaði West Ham í 16. sæti með 39 stig.

West Ham er þegar búið að safna fleiri stigum en í heildina á átta af síðustu tíu tímabilum sínum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Ó­göngur Leeds í Lundúnum halda á­fram

Leeds hefur tapað átta leikjum í röð í Lundúnum. Þeir töpuðu í kvöld 2-0 fyrir West Ham sem tekur virkan þátt í Meistaradeildarbaráttunni. Hamrarnir eru nú í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×