Ó­göngur Leeds í Lundúnum halda á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig Dawson fagnar síðara marki West Ham í kvöld. Hamrarnir eru að gera það gott.
Craig Dawson fagnar síðara marki West Ham í kvöld. Hamrarnir eru að gera það gott. Andy Rain/Getty

Leeds hefur tapað átta leikjum í röð í Lundúnum. Þeir töpuðu í kvöld 2-0 fyrir West Ham sem tekur virkan þátt í Meistaradeildarbaráttunni. Hamrarnir eru nú í fjórða sæti deildarinnar.

Hamrarnir fengu vítaspyrnu á nítjándu mínútu er Luke Ayling braut á Jesse Lingard. Lingard fór sjálfur á punktinn, Illan Meslier varði frá honum en Lingard tók frákastið og skoraði. Fjórða mark Lingard í sex leikjum fyrir West Ham.

Einungis sjö mínútum síðar voru heimamenn búnir að tvöfalda forystuna. Frábær hornspyrna Aaron Cresswell rataði beint á kollinn á Craig Dawson sem stangaði boltann í netið. Illan Meslier vildi fá rangstöðu en ekkert dæmt.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð fjörugur. Bæði lið fengu sín færi til að bæta við mörkum en fleiri urðu þau þó ekki og lokatölur 2-0 sigur West Ham.

West Ham er nú með 48 stig í fimmta sæti deildarinnar og á leik til góða til að mynda á Chelsea í fjórða sætinu, sem er með 50 stig, en Everton er sæti neðar með 46 stig eftir jafn marga leiki.

Leeds er í ellefta sæti deildarinnar með 35 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira