Innlent

Fólki fæddu 1942 eða fyrr boðin bólu­setning

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldabólusetningar gegn Covid-19 hafa farið fram í Laugardalshöll.
Fjöldabólusetningar gegn Covid-19 hafa farið fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm

Fólki á höfuðborgarsvæðinu sem fætt er 1942 eða fyrr verður boðin bólusetning gegn Covid-19 í Laugardalshöllinni í Reykjavík á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að boð um bólusetninguna hafi verið send með SMS skilaboðum og sé fólk beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram.

„Þeir sem eru á þessum aldri en hafa ekki fengið SMS skilaboð geta komið í Laugardalshöllina, milli kl. 9:00 og 15:00 annan hvorn daginn og fengið bólusetningu.

Fyrirkomulag

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu.

Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.

Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000,“ segir í tilkynningunni.

Búið er að bólusetja 12.710 manns að fullu, en bólusetning er hafin hjá 16.607 til viðbótar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.