Innlent

Tveir í haldi lögreglu vegna líkamsárása

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tveir eru í haldi lögreglu vegna líkamsárása.
Tveir eru í haldi lögreglu vegna líkamsárása. Vísir

Tveir eru í haldi lögreglu vegna líkamsárása eftir gærkvöldið og nóttina. Annars vegar var maður handtekinn í Vogahverfi vegna líkamsárásar sem tilkynnt var um þar og hins vegar í Breiðholti.

Ekkert kemur nánar fram um málin í dagbók lögreglu, eins og til að mynda hvenær tilkynnt var um árásirnar eða áverka þeirra sem ráðist var á.

Þá var tilkynnt um mjög ölvaðan og æstan mann í miðbænum að því er segir í dagbók lögreglu. Þegar lögreglan kom á vettvang var ekki mögulegt að ræða við manninn sökum ástands hans og þegar annar borgari reyndi að segja manninum að vera rólegur þá gerði hann sig líklegan til að ráðast á hann. Maðurinn var þá handtekinn og fær að sofa úr sér í fangaklefa.

Að auki var tilkynnt um mann sem var að ganga berserksgang í húsnæði í miðbænum. Þegar lögregla mætti á vettvang kom í ljós að maðurinn átti við andleg veikindi að stríða og þáði hann aðstoð lögreglu við að komast á slysadeild þar sem tekið var á móti honum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.