Rashford og Maguire rifust í leiknum gegn Palace en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þar sem engir áhorfendur voru á leiknum heyrðust rifrildin greinilega en Berbatov segir að þetta sé jákvætt; það sýni að leikmönnunum standi ekki á sama.
„Í leiknum gegn Crystal Palace þá hitnaði í kolunum á milli Marcus Rashford og Harry Maguire en mér líkaði það,“ sagði Berbatov í samtali við Betfair.
„Það er gott í leik að hafa smá eld og ástríðu til þess að berjast. Ákefðin sýnir að þú ert ástríðufullur og þér stendur ekki á sama. Þú vilt ekki vera þögull því það sýnir mér að þér sé sama.“
„Auðvitað þurfa hlutir eins og þessir að verða eftir á vellinum og þrátt fyrir að þú takir þetta með þér inn í búningsklefann, þá er það í lagi svo lengi sem þetta truflar ekki skuldbindingu þína gagnvart liðinu, þá er það í lagi.“
Jafnteflið gerir það að verkum að United er fjórtán stigum á eftir grönnunum í City sem eru á toppnum. Liðin mætast einmitt á sunnudaginn, á Etihad leikvanginum, en flautað verður til leiks klukkan 16.30.
Dimitar Berbatov insists Marcus Rashford's heated row with Harry Maguire was a 'GOOD thing'... as former United striker recalls 'screaming' at Rio Ferdinand https://t.co/iFUwVUS69T
— MailOnline Sport (@MailSport) March 5, 2021