Innlent

Átti að vera í sóttkví en var að bíða eftir fari

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglustöðin í Keflavík.
Lögreglustöðin í Keflavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af karlmanni þar sem hann var staddur fyrir utan búð í Njarðvík vegna gruns um brot á sóttvarnarlögum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi sagst vera að koma frá París og að hann væri að bíða eftir fari til Reykjavíkur.

Lögreglna gerði honum grein fyrir því að hann hefði átt að fara rakleiðis í sóttkví og gæti hann átt von á sekt fyrir brot á sóttvarnarlögum. Sá lögregla jafnframt til þess að hann fylgdi þeim fyrirmælum.

Þá var ekið á sex ára barn á Suðurnesjum í vikunni. Í tilkynningu lögreglu segir að barnið hafi verið á hlaupum yfir götu ásamt öðru barni þegar keyrt var yfir það.

Barnið var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist það ekki hafa slasast alvarlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.