Liverpool liðið er nú í sjöunda sæti og útlitið er ekki mjög bjart í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Titilvörnin hefur gengið hörmulega og Liverpool er fyrstu Englandsmeistararnir í sögunni til að tapa fimm heimaleikjum í röð.
Too many heads are going down : Andy Robertson criticises Liverpool performance after Chelsea defeathttps://t.co/HjD0zoMJ2e #LFC
— Indy Football (@IndyFootball) March 4, 2021
„Síðasta tímabil er búið og það er komið nýtt tímabil. Við höfum ekki verið nálægt því að vera eins góðir og Liverpool lið á að vera. Við dettum neðar og neðar og þetta er ekki nógu gott,“ sagði Andy Robertson, bakvörður Liverpool, við Sky Sports.
„Leikjunum fer að fækka og við þurfum að setja pressu liðin í kringum okkur. Fólk heldur kannski að við séu búnir á því en við þurfum að ná í úrslitin til að sýna þeim að það sé ekki rétt. Eins og er þá erum við ekki að gera það,“ sagði Robertson.
"Last season is done, the season before is done. This is a new season. We're dropping further and it's not good enough."
— Football Daily (@footballdaily) March 4, 2021
Andy Robertson gives an honest post-match interview after Liverpool's 5th straight loss at Anfield pic.twitter.com/dyESCgf787
„Það eru of margir í liðinu sem hengja haus þegar við lendum 1-0 undir. Fótbolti snýst um að vinna sig út úr höggunum. Við getum ekki treyst á fortíðina,“ sagði Robertson.
Liverpool vann ensku deildina með miklum yfirburðum í fyrra en nú er liðið óþekkjanlegt, bitlaust og óöruggt.
Liverpool liðið lék 68 heimaleiki í röð án þess að tapa á Anfield en hefur núna tapað síðustu fimm heimaleikjum sínum sem voru á móti Burnley, Brighton, Manchester City, Everton og nú síðast Chelsea.